Til þessa vöruflokks teljast útiræktað grænmeti, inniræktað grænmeti, sveppaframleiðsla og blómaframleiðsala.

Þó að margt megi betur fara þá eru þessar greinar einna lengst komnar hvað varðar aðlögun að þörfum og getu landsins.

Inniræktað grænmeti
Innflutningstakmörkunum og tollum var aflétt af inniræktuðu grænmeti árið 2002.  Við það minnkaði sala innlendrar framleiðslu talsvert fyrstu árin. Greinin var styrkt af skattfé til að takast á við aukna samkeppni. Vöruþróun efldist og salan jókst þannig að hlutdeild innlends grænmetis hefur vaxið aftur.  Þar sem opið er á tollfrjálsan innflutning inniræktaðs grænmetis reiknast neytendastuðningur núll.

Útiræktað grænmeti, sveppir og blómaframleiðsla
Þessar greinar eru verndaðar með innflutningstollum og takmörkunum.

Að mati Hagfræðistofnunar HÍ var neytendastuðningur vegna grænmetisræktunar eftirfarandi árið 2013 í m.kr.:
Kartöflur 600 – Tollar og takmarkanir
Rófur      120  – Tollar og takmarkanir
Gulrætur    3  – Tollar og takmarkanir
Blómkál     1  – Tollar og takmarkanir
Kínakál      1  – Tollar og takmarkanir
Tómatar    0 – Opinn innflutningur en stuðningur skattgreiðenda
Gúrkur       0 – Opinn innflutningur en stuðningur skattgreiðenda
Paprikkur  0 – Opinn innflutningur en stuðningur skattgreiðenda
Sveppir    46  – Tollar og takmarkanir, 1 framleiðandi
Samtals  771 m.kr.

Sveppaframleiðsla er ekki hefðbundinn búskapur, meira í ætt við verksmiðjuframleiðslu og mjög vafasamt að vernda við einn framleiðenda sem nemur 46 milljónum króna á ári.  Sjá úttekt HHÍ sbr. tilvísun hér neðar.

Hvernig þessi vernd skiptist á bændur og vinnslur liggur ekki fyrir.

Upplýsingar vantar um blómarækt.

Stuðningur skattgreiðenda við grænmetisframleiðslu og blómarækt orkar tvímælis, meðal annars niðurgreiðsla rafmagns í samkeppni við sólarljós sunnar á hnettinum einnig.

Framtíðin

Hugmyndir um nýtt styrkjakerfi landbúnaðarins gera ráð fyrir að allir virki bændur fái grunnstuðning og viðbótarstuðning fyrir tiltekin verkefni.  Þannig gildir einu hvort um er að ræða kartöflubændur, gulrótabændur, tómatabændur, kjúklingabændur, svínabændur…. ef þeir vinna við landbúnaði eftir viðurkenndum starfsaðferðum og í magni sem telst alvöru búskapur, þá fá þeir grunnstuðning.

Fellta þarf niður verndartolla og opna markaði alla matvöru þar á meðal útiræktað grænmeti, sveppi og blóm með hagsmuni neytenda í huga.  Við það mun verð varanna lækka og neyslu þeirra aukast eins og gerðist með inniræktaða grænmetið.  Samdráttur verður í innlendri framleiðslu en lítill útflutningur þar sem varan er homogen, þ.e. lítt aðgreinanleg frá sambærilegum vörum.

Tilvísanir

Hagfræðistofnun Háskóla Íslands – Bakgrunnsskýrsla – 2009
Hagfræðistofnun Háskóla ÍslandsStaða og horfur garðyrkjunnar– 2010