Kjúklingaframleiðendur eru um 27 á landinu.  Neytendastuðningur reiknast 5,2 milljarðar króna eða um 192 m.kr. á ári, að slátrun og vinnslu meðtalinni.

Samkeppnisstofnun telur að Matfugls hafi mesta markaðshlutdeild eða um 35 til 40% af kjúklingamarkaðnum.  Styrkur neytenda til Matfugls í gegnum of hærra verð vegna tollverndar er um 1,8 til 2,1 milljarðar króna á ári.

Skattgreiðendur eru ekki látnir niðurgreiða kjúklingakjötsframleiðslu í dag, nema þá lítillega. Við niðurfellingu tolla á kjúklinga myndi meðlverð til kjúklingaframleiðenda þurfa að lækka um 250 kr/kg. eða svo, nema að innlendur kjúklingur seljist á hærri verði en innfluttur. Væntanlega myndi kjúklingakjötsframleiðsla minnka eitthvað hér á landi.

Núverandi kerfi skyldar sem sagt neytendur til að styðja klúklingaframleiðslu og vinnslu gríðarlega, í formi innflutningshafta.  Kjúklingakjöt er með hollara kjöti.  Tollar halda því ódýrri, hollri matvöru frá fátæku fólki, þar með talið barnafjölskyldum, öldruðum og öryrkjum sem líða margir efnalegan skort í þessu landi.

Framtíðin

Við opnun markaða og niðurfellingu tolla mun verð heils kjúklings lækka um 35% og bringu um 53%, varlega áætlað.  Við það mun neysla kjúklingakjöts vaxa um 48% að mati HHÍ.  Hérlend kjúklingaframleiðsla munu eiga erfitt með að svara aukinni samkeppni og mun dragast verulega saman.  Miðað við hagsmuni neytenda af lægri matarverðum og hollum mat sem og hversu fáir framleiðendurnir eru, hlýtur niðurfelling tollaverndar að teljast eðlilegt og mikilvægt skref.

Frettatiminn Kúlli 1

Fréttatíminn, Gunnar Smári Egilsson
Fréttatíminn, Gunnar Smári Egilsson