Gæðamerkingar

Gæðamerkingar eru af ýmsum toga.  Sumar eru lítt marktækar og innihaldsrýrar, en aðrar þrungnar merkingu og innihaldi.

Vönduð vottuð merki geta verið leiðarvísir neytenda í innkaupunum.  Gott dæmi er KRAV merkið í Svíþjóð.   Gæðamerking getur vísað til þess að vara sé lífræn, að dýravelferð sé í hávegum höfð hjá viðkomandi framleiðanda osfrv.

Upprunamerkingar

Vaxandi krafa er meðal neytenda um að geta rakið vöru til framleiðslulands og jafnvel til framleiðenda.

Verð, gæði

Auknar kröfur þýða yfirleitt hærri framleiðslukostnað.  Neytendur seta valið há gæði og greitt meira fyrir eða slök gæði og greitt lítið fyrir og allt þar á milli, eftir efnum og ástæðum.  Verð / gæði hlutfallið er ekki línulegt.  Framboð, söluaðili og fleira hefur áhrif á verð.

Tilvísanir

Nota má síma til að kanna upprunann, Visir.is – 4.7.2016
KRAV gæðamerkið í Svíþjóð