Nðurfelling matartolla

Stefnan gerir ráð fyrir því að matartollar, það er tollvernd landbúnaðarins, falli niður gagnvart Evrópu, en verði áfram út á við með sama hætti og CAP gerir.

Við niðurfellingu tollverndarinnar munu matarútgjöld á mann lækkað um nálægt 120.000 kr. á ári miðað við sambærilegt neyslumynstur. En fólk getur sótt sé meiri lækkun útgjalda með því að færa til neyslu í ódýrari tollfrjálsar vörur. Einnig getur fólk valið að kaupa hollari matvæli en það getur miðað við takmarkað framboð og há verð í dag. Ekki er fráleitt að ætla að hinn almenni maður muni lækka sinn matarreikning um 20.000kr. á mánuði eða 240.000kr. á ári. Til að greiða þá upphæð þarf talsvert hærri launaupphæð fyrir skatta þannig að það munar verulega um þetta sérstaklega fyrir fátækt fólk.

Ódýrari matvæli koma fátæku barnafólki best. Aðgangur að ódýrum hollum matvælum mun bæta næringu sérstaklega þeirra sem nú hafa ekki efni á að kaupa sér holl matvæli.

Þá munu lægri matvælaverð og aukið framboð efla landið sem ferðamannaland og lækka verðlag, sem þýðir lægri verðbætur á lán.
Gera má ráð fyrir að tilkoma ódýrs kjúklingakjöts og svínakjöts minnki enn eftirspurn eftir lambakjöti. Fækkun sauðfjár í landinu er mjög verðmæt fyrir landið á heildina litið. Það eru gríðarlega mikil verðmæti í því fólgin fyrir landið og fólkið í landinu ef hægt væri að rækta skóg frjálst um landið án þess að búpeningur nagi nýgræðinginn nema þá ef nýræktin er girt af og girðingum er viðhaldið.

Dæmigerður kostnaður við girðinu kringum skógrækt er um 750 þús. kr. á km. Það er því bara á færi auðkýfinga að girða af stór landsvæði. Þetta heldur aftur af skógrækt og þjappar þeirri ræktun sem þó er stunduð á lítil svæði. Með færri kindum og banni við lausagöngu mun pláss fyrir skógrækt stækka til muna. Meiri skógar mynda skjól, eru til yndisauka og binda gróðurhúsalofttegundir.

Fólk mun geta valið lífrænt ræktað og gæðavottað á hærri verðum eða einfalt og ódýrt, eftir því sem hentar fjárhag hvers og eins.


Contact Us

1 Example Street
Anytown, CA 10100
USA